Má Ómar allt??

Nú hef ég tekið stóra ákvörðun. Að þessum pistli loknum mun ég eftir fremsta megni reyna að hætta að pirra mig á vitleysunni í sambandi við andstæðinga framkvæmda á Austurlandi. En fyrst langar mig að velta því fyrir mér hvort að heiðursmaðurinn Ómar Ragnarsson megi krafti málsstðar síns gera hvað sem honum dettur í hug, í samtali mínu við öryggiseftirlitið á Kárahnjúkum sögðust þeir ætla að reyna að takmarka allar siglinga á lóninu, samt fær Ómar að sigla óáreittur, og síðann rakst ég á þessa mynd á heimasíðiunni hans, þetta heitir á góðri íslensku utanvegaakstur, og hann er eftir því sem ég best veit bannaður með lögum, þó svo að þetta land sé að fara undir vatn, þá er virðingin fyrir náttúrinnui ekki meiri en svo að  tætt er upp gróna mela.

mynd_147

Svo langar mig aðeins að velta mér upp úir hugmyndunum hans Ómars um að hætta fyllingu Hálslóns. Eftir að hafa horft á nokkur viðtöl við kallinn varð maður alltaf sannfærðari um að hann er einfaldlega orðinn gamall og sennilega farið að slá útí fyrir honum. Að halda því fram að það sé ekkert mál að saga bara skarð eða sigurboga í stífluna til að slepp bara vatninu út aftur.... kommon, það þarf engann verkfræðing til að sjá að stíflan sem er hlaðin úr grjóti myndi einfaldlega hrinja og skolast niður á Jökuldal!!

Um daginn var ég að velta fyrir mér staðsetningu Dauðalóns á landakortinu, var búinn að leita víða of fann nákvæmlega ekki neitt, en komst síðar að því að þetta er uppnefni andstæðinga Kárahnjúkavirkjunar á Hálslóni. er þetta nú allur málstaðurinn, að slá fram einhverjum svona fulirðingum,

Svo lagði ég leið mína í apótek á dögunum þar sem að ágætur maður hafði bent mér á að ég væri haldinn minniáttarkend, reyndar ásamt öllum fjarðabúum gagnvart héraðinu, benti þessi ágæti maður mér a´að hægt væri að fá lyf við minnimáttarkendinni í apótekum. Skemmst er frá því að segja að ekki vildi starfsfólkið kannast við það, þessu lyf eru kanksi bara seld á Héraði, því að þar sé virkileg þörf fyrir þau, maður spyr sig, allavega kannast enginn sem ég þekki við þessi lyf.

 Þennann síðasta pistil minn þar sem ég pirrast á andstæðingum framkvæmda á Austurlandi ætla ég síðann að enda á ágætri staðhæfingu sem minn ágæti lærimeistari sagði um daginn þegar verið var að ræða um einstöku plönturnar sem eru að drukkna í Hálslóniu, "Á öllu hálendinu finnast plöntur sem finnast ekki í byggð!!"

kv.

Hafliði


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég ef því miður enga athugasemd að koma með, en ég les allt sem þú skrifar með miklum áhuga… Vildi bara láta þig vita af því.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 7.10.2006 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband