Einu sinni á ári?

Er kanski nóg að blogga bara einu sinni á ári??

 Spurning að fara yfir það markverðasta á síðasta ári.

Janúar:

Reistum Límtrésgrindina í Björgunarsveitarhúsinu

Þorrablótið var að vanda, reyndar heldið í íþróttahúsinu í fyrsta skipti

Febrúar:

Héldum áfram með Björgunarsveitarhúsið

Fór í Sveinspróf í Rafvirkjun og náði því með ágætis einkunn

Fór á Þorrablót í Kverkfjöllum, helvíti fín ferð

Mars:

Lítið unnið í björgunarsveitarhúsinu, í staðinn fór ég í að græja ljós og rafmagn í econolininn okkar

Apríl:

Fór á Verktakanámskeið hjá Alcoa og vann um tíma á vöktum í kerskála í Álverinu

Lenti í leit að trillusjómanni á Vopnafirði sem féll útbyrðis og fannst látinn innan við sólarhring síðar

Maí:

Fórum á fullt aftur að loka Björgunarseitarhúsinu, fengum aðstoð frá yfirmönnum Alcoa og Becthel eina helgi til að skrúfa klæðninguna á, steiptum síðan plótu og lokuðum hurðargötum fyrir sjómannadag.

Júní:

Vorum í gæslu á Vígsluhátíð Alcoa Fjarðaáls, sem var hátíðahöld út um allan bæ

það var lítið unnið í húsinu,

Var í gæslu á Fjórðungsmóti Austurlands.

Júlí:

Tókum törn í lóðinni við Björgunarsveitarhúsið, gengum frá nýjum heimtaugum og frárrensli.

fór á 2 ættarmót, með móðurfjölskyldu Sunnu á Skagaströnd og svo helgina á eftir með systkinum Ingu ömmu og fjölskyldum þeirra.

fór á franska daga á Fáskrúðsfirði

Fórum í frækinn björgunnaleðangur til að bjarga Daihatsu Feroza bifreið Ómars Ragnarssonar af botni Hálslóns.

Ágúst:

Verslunarmannahelgin á Akureyri, bara nokkuð gott.

Unnið í Raflögnum í Björgunarsveitarhúsinu.

enn eitt ætarmótið, núna á Breiðumýri með systkynum Nóna afa

September:

Hlupum upp á Teigagerðistind til að aðstoða hreyndýraveiðimann með brjóstverk, var hann fluttur með þyrlu til Reykjavíkur og náði sér fljótt.

Áfram var unnið í Björgunarsveitar húsinu, meðal annars rifum við innan úr Gamlahúsinu

Október:

 gæjuðum nýtt skilti fyrir utan Björgunarsveitarhúsið, með aðstoð Heiðars í Skiltaval

Nóvember:

Skelltum okkur í menningarferð til Reykjavíkur og kíktum á Sleðamessu

Gáfum Kára einkanúmerið KEA í afmælisgjöf.

Byrjuðum að leggja vatn í nýjahúsið 

Desember:

Héldum Grillveislu fyrir Becthel kallana sem aðstoðuðu okkur við húsbygginguna.

Björgunarsveitin tók að sér að rífa niður girðinguna í kringum álverið.

svo tók við flugeldavesinið fyrir áramótin.

 

Eins og var flest merkilegt sem ég gerði árið 2007 tengt björgunarsveitinni og þá aðallega húsbyggingu, enda liggja 728 timar að baki í vinnu fyrir sveitina sem eru u.þ.b. 2 tímar á dag. En nú er farið að sjá fyrir endann á því og stefnt að vígslu hússins í sumar.

Síðan voru farnar þó nokkrar ferðar til Akureyrar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband