15.3.2007 | 20:33
15.03.2004
15. mars árið 2003 var stór dagur í sögu Reyðarfjarðar, þá var var það skjalfest að Alcoa myndi reisa álver við Reyðarfjörð. Eins og ég sagði var þetta mikill dagur þrátt fyrir örlitla rignigu og gott ef ekki var slegið upp balli í Félagslundi.
Ári seinna upp á dag, eða 15 mars 2004 var langt frá því að vera eins ánægjulegur dagur því að þá lést vinnufélagi minn Árni Þór Bjarnason í vinnuslysi við Kárahnjúka. Ég var að fletta í tölvunni áðann og fann smá grein sem ég byrjaði einhverntímann að skrifa um Árna félaga minn. Greinina var ég aldrei búinn að klára, en ætla þó að byrta það sem ég var búinn að hripa niður á skjáinn hér.
" Mánudagsmorgunin 15. mars árið 2004 nánar tiltekið rétt fyrir klukkan 10, þegar ég var nýlega vaknaður og mættur í stærðfræðitíma fekk ég SMS sem ég mun aldrey gleyma, "Árni Þór var að deyja, það hrundi á hann." Sem sagt Árni Þór Bjarnason vinnufélagi minn hafði dáið í vinnuslysi við Kárahnjúka þá um nóttina. Það eina sem ég gat gert var að horfa á símann lengi og neita að trúa þessu, það var ekki fyrr en seinna um daginn þegar ég var búinn að fá þessar fréttir staðfestar á nokkrum stöðum sem ég sá að ég yrði sennilega að trúa þessu. Hugsanirnar fóru á fullt en orðin komu ekki, ég var hreinlega orðlaus allan þennan örlagaríka dag meðan ég hugsaði um allar þær stundir sem við höfðum átt saman í vinnunni.
Ég sá Árna Þór fyrst þegar ég byrjaði að fylgjast með Snocrossi vorið 2001 og veitti ég því strax athygli hversu laginn hann var og hæfileikaríkur á vélsleðanum. Seinna lágu leiðir okkar Árna saman sumarið 2002 hjá verktrakafyrirtækinu Arnarfelli þar sem ég starfaði með skólanum og Árni starfaði til dauðadags, og störfuðum við mest saman sumarið 2003 á vinnusvæðinu við Kárahnjúka. Það sást greynilega að Árni hafði mjög gamann af vinnunni sinni og leysti hann öll sín verkefni með bros á vör, sama hvað bjátaði á. Í vélavinnunn gilta það sama og í snocrossinu, öll tæki léki í höndunum á Árna og var sama hvað verkefnið var, alltaf leysti Árni það með bros á vör..............................."
Þennan dag fyrir þremur árum misti heimurinn góðann dreng. Blessuð sé minnig hans.
Athugasemdir
Blessuð sé minning Árna, misstum þarna góðann félaga, og góðann dreng.
Hilmar Ingi Ómarsson (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 20:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.