Færsluflokkur: Bloggar
3.10.2006 | 18:57
Af hverju sagði mér enginn frá þessu??
Halló Halló Halló...... Hvernig er það með þessa annars ágætu "náttúruvini" (þ.e. þá sem eru á móti framkvæmdum á Asuturlandi) hafa þeir ekkert frétt af framkvæmdunum í túnfæti "hundraðogeins"?? Eða héldu menn kanski bara að það væri bara veri að byggja raðhús upp í Hvalfirði og innisundlaug upp á Hellisheiði?? En ég er að minsta kosti orðin þess fullviss að ég fæ aldrei viðunandi svar við þeirri spurningu sem ég hef annaðslagið spurt að eða, hversvegna er svona stór hópur fólks á móti framkvæmdum og atvinnuuppbyggingu á Austurlandi en svo er allt í lagi að byggja álver og virkja allt í spað á suðvesturhorninu???
kv.
Hafliði
Lokið við stækkun álversins á Grundartanga í 220.000 tonn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.10.2006 | 23:26
Getur einhver frætt mig um hvar Dauðalón er??
Jæja, þá er maður bara byrjaður að blogga. Ég, Hafliði Hinriksson, sem sór og sárt við lagði að byrja aldrei á þessum óskunda. En ég bara gat ekki setið á mér lengur, ég bara verð að koma skoðunum mínum á framfæra núna, ég er gjörsamlega að verða kominn með upp í kok af þessu rausi í Ómari, listaspírunum í "hundraðogeinum" og svo öllum hinum sem eru að berjast á móti atvinnuuppbyggingu á Austurland, maður hfði nú bara lúmskrt gamann að þessu í upphafi og var núj til í að gefa þessu smá sjéns, en núg er komið nóg. Ég ætla nú ekki að fara út í miklar langlokur um þetta hér í fyrstu færslunni, en aldrei að vita nema að eitthvað hugsanlega mis gáfulegt birtist hér síðar. En mig langaði samt að forvitnast hvort það gæti einhver frætt mig og hugsanlega fleiri um það hvar þetta Dauðalón er, sá nefnilega á bloggsíðu hjá ágætum félaga mínum slegið fram þeirri fullirðingu í athugasemdunum að "Dauðalón mun einungis bera með sér dauða..." ég er búinn að liggja yfir landabréfabókinni sem mér var gefinn þegar ég var í grunnskóla á sínum tíma, en finn ekkert Dauðalón, er að spá í að googla það næst, en þangað til getur kanski einhver hjálpað mér með þetta??
kv.
Hafliði
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)