Eru áramótin sjálfsagður hlutur??

Er búinn að vera að fylgjast með annsi merkilegri umræðu á vefnum austurlandid.is, þar sem verið er að mótmæla því að Björgunarsveitin Hérað flýti áramótabrennu og flugeldasýningu fram  til kl 17:00 á Gamlársdag.

Fyrir mitt leiti finnst mér þetta athyglisverð tilraun og verður gaman að sjá hvernig þetta kemur út. En ég fór einnig að velta fyrir mér hvort að það eig að vera sjálfgefið að fámennur hópur fólks sjái um viðburð sem þennan ár eftir ár í sjálfboðavinnu?? Sjálfur hef ég verið í eldlínunni hér á Reyðarfirði undan farin 6 ár a.m.k. Hefur maður þá þurft að rjúka út um leið og maður er búinn að kyngja steikinni til að skvetta olíu á brennuna eða sjá um flugeldasýningu, fyrir utan allan tíman sem fer í undirbúning dagana áður. Ástæðan fyrir því að maður endist í þessu er að þetta er ennþá svolítið gaman.

En eftir að hafa lesið þessa umræðu á austurlandid.is þá finst mér fólk sem tjáir sig þar almment vera vanþakklátt og frekt, og ætti jafnvel bara að skammast sín fyrir að sýna þessu svona lítinn skilning að björgunarsveitarfólk á Héraði vilji einu sinni prófa að eyða kvöldinu með fjölskyldunni í rólegheitum.

 En svo klikti nú út þegar einn ágætu einstæklingu sendi inn eftirfarandi

"Re: Tímasetning áramótabrennu og flugeldasýningar.

Ritað af: Guðjón () Dags: December 16, 2006 11:21AM   Fyrst að björgunarsveitin getu ekki haft áramótabrennuna á réttum tíma þá er hægt að versla flueldar annarsstaðar en hjá þeim og styrkja aðra við getum sýnt það í verki ef þeir vilja það
Er ekki Flugeldasala aðla fjáröflum þeirra ??"
       

Mig langar að benda þér ágæti Guðjón á að þú ert kominn út á ansi hálann ís og ættir jafnvel að setja brodda undir skóna svo að þú dettir ekki á svellinu. Eins og vonandi flestir vita er flugeldasalan stærsti þátturinn í fjáröflun björgunarsveita á Íslandi, sem n.b. eru allar sjálfboðaliðasamtök, og hjá mörgum sveitum jafnvel eina fjáröflunin. Ef að fólk myndi fara að sniðganga björgunarsveitirnar sínar og kaupa flugeldana einhversstaðrar annarsstaðar, sem eru reyndar ekki margir möguleikar, myndu sveitirnar einfaldlega leggjast af. Ég hugsa að það myndi nú hvína í einhverjum ef að það gerðist!!      

Því að þó að Björgunarsveitir séu eins og tryggingar, að við viljum helst aldrei þurfa að nota þær, er gott að hafa þær þegar á reynir!!!


Hollywood hvað?

Hann gæti hafa verið búinn að horfa of mikið á amerískar hasarmyndi þessi.
mbl.is Ók í gegnum girðingu og inn á flughlaðið á Keflavíkurflugvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það hlaut að koma að því.

Það er hressandi að byrja daginn á því að fá boð um að aurskriða hafi fallið á hús, en sem betur fer þá fór betur en á horfðist. Skriðan var nefnilega svo vinsamleg að velja sér leið á milli húsanna, en ekki á eða inní annað þeirra. Þó svo að þetta margumrædda stíflaða niðurfall hafi lítið hjálpað til þá fullyrði ég að megin ástæðan eru mannleg mistök, þ.e. skipulagsmistök! Ef ég væri sá sem hannaði þennan fína bakka myndi maður sennilega lítið annnað get sagt en LORTURINN!!

svo mörg voru þau orð


mbl.is Aurskriða féll milli húsa í Reyðarfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætli það sé ekki bara réttast að segja upp áskriftinni að fréttablaðinu?

Það virðist bara allt ætla um koll að keyra. Einhver ágætur blaðamaður ákvða að velja mesta krummskuðið á landinu í Fréttablaðinu á mánudaginn, fekk hann sér til aðstoðar nokkrar "cappuccino-sötrandi miðbæjarrottur" eins og hann orðar það. Skemmst er frá því að segja að Reyðarfjörður hampar þessum vafasama tittli og hafa einhverjir risið upp á afturlappirnar og reynt að halada uppi vörnum fyrir fjörðinn fagra, einhvernveginn sé ég nú ekki ástæðu til að taka þátt í vörninni, en  mér líður nú bara nokkuð vel að búa í þessu "krummaskuði" og sé ekki ástæðu til að velta mér meira upp úr þessu. Þó að Fréttablaðið hafi ekki hækkað í álti hjá mér.

Orðinn árinu eldri en síðast.

Jæja, það er langt liðið, og margt gerst, en fæst mjög merkilegt, Skellti mér reyndar í höfuðstað norðurlands einhverja helgina um daginn að hitta Sunnuna mína, voða fínt bara róleg heit, út að borða á Greifanum og í bíó að sjá Mýrina. Síðann varð ég árinu eldri þann 14 nóv, svo sem ósköp venjulegur dagur, nokkrir mundu eftir honum og óskuðu manni til hamingju og mamma bauð mér í mat, sennilega eftriminnilegast þegar að Heikir Ingi, litli bróðir minn sem er að verða 3ja ára söng afmælissönginn og spilaði undir á gítar, bara nokkuð efnilegur drengurinn.

 Annars er það bara vinnan sem er aðalmálið, þurfti að reka fyrirtækið næstum einn í viku því að forstjórarnir seklltu sér til Kanada að skoða Álver, eru víst að gera sér vonir um einhverja mola hjá Alcoa.

Svo er búinn að vera slatti að géra í Björgunarsveitinni, gerði vonsku veður um daginn, þurfti að fara upp á Fagradal og sýna Torfa snjómokstursmanni hvar vegurinn væri því að þvílík var stórhríðinn að hann sá bara ekki veginn drengurinn, fundum í leiðinni tvo útlendinga frá becthel sem höfðu keyrt útaf við sýslumörkin, ákvaða að skilja bílinn þeirra eftri en taka kallana með, sá enga ástæði til að losa hann svo að þeir gætu keyrt útaf í næstu beygju. Þetta veður var reyndar nokkuð dýrt, því að það kostaðir eina viftureim í Land Rover og eina aðalvél í Suzuki Vitara, förum ekki nánar út í það, en gott ráð ef að þú lesandi góður verður var við gangtruflanir í bílnum þínum er að gíra niður og standa drusluna á áfanga stað. Einnig afrekaði ég að klára að tengja framrúðuhitarann i Land Rovernum sem hefur verið ótengdur í sennilega 3 eða 4 ár.

 Eins og ég minntist á fór ég að sjá Mýrina í bíó og er myndin sú bara býsna góð. Vakti athygli mína að Balti heldur tryggð sinni við bílaumboðið B&L eins og í Hafinu, en í þessum myndum gefur að líta þónokkuð af Land Rover og Renult bílum. Eins vakti athygli mína falin auglýsing fra útgerðarrisanum Samherja, en bræðslustrompurinn í Grinda vík með risastóru merki fyrirtækisins viltist í mynd í mátulega mikinn tím til ða maður næði að greyn hvað stæði á honum. En eins og ég sagði að ofan er myndin eiginlega bara stórgóð.

Um næstu helgi er það síðan Reykjavíkurhreppur til að sitja aukalandsþing Slysavarnarfélagsins Landsbjörg og rýfast kanski eitthvað um pólitík félagsins, aldrey að vita.

þangað til næst, nóg í bíli

Hafliði


Það hefur mikið vatn runnið til sjávar.....

..... Síðan síðast, en samt örlítið minna en í meðallagi því að "tákni Austurlands" er nú safnað Hálslón en fær ekki að renna til sjávar. Þá er pæling dagsins búin.

En síðan síðast hefur ýmislegt mis gáfulegt drifið á mína daga´. Brá mér ásamt nokkrum félögum úr Björgunarsveitinni Ársól til Reykjavíkurhrepps á stór Hafnarfjarðasvæðinu til að sitja ráðstefnuna Björgun 2006. Þar var fullt að áhugaverðum og skemmtilegum fyrirlestrum um alt mögulegt. kvöldin voru síðan nýtt í að kanna ferskleika öls á öldurhúsum bæjarins. Gekk þetta að mestuleiti vel fyrir utan smá tafir á heimleiðinni, en það slapp nú allt fyrir horn.

Annars er maður búinn að vera að vinna fyrir Rafveitu Róra meira og minna síðustu vikuna að tengja götukassa og ljósvæða gatnamót Austurvegar og Hjáleiðarinnar, og gekk það nú bara furðu vel, hafði eginlega ekki nokkra trú að það kæmi ljós á svona marga staura í fyrstu tilraun.

Svo er maður að verða kominn með fráhvarfseinkenni, því að maður hefur bara ekki komið á Pólskibar í hátt í mánum, held að maður neyðist til að líta þar við um næstu helgi, bara til að maður gleymi ekki hverni hann lítur út.

Svo bíður maður bara spenntur eftir Jólunum því að þá ætlar maður að drífa sig til rtíkis Spánverjanna og hafa það gott með fjölskyldunni, ágætt að vera laus við jólabrjálæðið og áramótavesenið svona einu sinni.

nenni ekki að bulla meira

kv.

Hafliði


Á þessum síðustu og verstu.....

Á þesum síðustu og verstu tímum hef ég vissar grunsemdir um að þessi síða sé hleruð, því að í hvert skipti sem ég tengist síðuni heyrast torkennilegir skruðningar líkt og fólk um allt land, sem telur símana hafa verið hleraða, telur sig hafa heyrt í símum sínum á seinnihluta síustu aldar. Kommon!! Einhvern veginn rámar mig í það að á mínum yngri árum hafi ýmis torkennileg hljóð bara verið nokkuð algeng í símum, og ekki tel ég að nokkur hafi haft ástæðu til að hlera símann á mínu æskuheimili, annars er aldrey að vita.

En að allt öðru, Heyrði aglýst í útvarpinu áðanna að Oddskarðsgöngin verði lokuð vegna viðgerða í nótt, en gamli vegurinn yfir skarðið verði fær jeppum. kommon það verður nú ekki af þessum snillingum hjá Vegagerðinni okkar að þeir eru snillingar, það er nú um að gera að bíða með svona framkvæmdi þangað til að það er kominn vetur, þannig að gamli vegurinn sé nú allveg örugglega ófær. Því að fyrsti snjórinn féll nefnilega í byggð í nótt. 

 Annars er vissara að hafa Björgunarsveitar gallann klárann á morgunn, annar dagur í rjúpu, sennilega nokkuð öruggt að það tegst einhverjum að týnast. Sennilega öruggar að aflýsa öllum plönum helgarinnar og vera viðbúinn að fara að leita.

Nóg bull í bili.

 

kv.

Hafliði


Rjúpnaskyttutímabilið

Jæja, það er bara byrjað. 2 strax á fyrsta degi, lofar góðu fyrir björgunarsveitir landsins.

kv.

Haflið


mbl.is Rjúpnaskytta fundin heil á húfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er bannað að stríða gegn öflum náttúrunnar!

Þetta er nú ljóta ruglið, 29 skipti af 50, það finnst mér nú ekki vera allveg nóg til að sanna svona kenningu það er bara tilvliljun ða smjörið hafi snúið upp fjórum sinnum. Annars rifjaði þetta upp eðlisfræði´tíma hjá stórsnillingnum Brynjari Inga Skaftasyni í vma um árið. Þar fóru eitt sinn fram smá pælingar sem tengdust smurðiri brauðsneið ásamt ketti. Eins og flestir vita er það lögmál náttúrunnar að smurða hliðini á brauðsneiðinni snýr niður þega hún lendir, eins vita flestir að ef að köttur dettur í gólfið lendir hann alltaf á löppunum. Í þessum tíma var velt upp spurningunni hvað gerist ef maður tekur smurða brauðsneið og byndur hana á bakið á ketti með smurðuhliðina upp, og lætur síðan allt samann detta í gólfið. Skemmst er frá því aðsegja að of áhættusamt þótti að storka náttúruöflunum með svona tilraunum þar sem þær voru jafnvel taldar geta hreinlega leitt til heimsenda.

 

kv.

Hafliði


mbl.is Leið fundin til varnar því að smurð hlið brauðsneiðar lendi á gólfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Má Ómar allt??

Nú hef ég tekið stóra ákvörðun. Að þessum pistli loknum mun ég eftir fremsta megni reyna að hætta að pirra mig á vitleysunni í sambandi við andstæðinga framkvæmda á Austurlandi. En fyrst langar mig að velta því fyrir mér hvort að heiðursmaðurinn Ómar Ragnarsson megi krafti málsstðar síns gera hvað sem honum dettur í hug, í samtali mínu við öryggiseftirlitið á Kárahnjúkum sögðust þeir ætla að reyna að takmarka allar siglinga á lóninu, samt fær Ómar að sigla óáreittur, og síðann rakst ég á þessa mynd á heimasíðiunni hans, þetta heitir á góðri íslensku utanvegaakstur, og hann er eftir því sem ég best veit bannaður með lögum, þó svo að þetta land sé að fara undir vatn, þá er virðingin fyrir náttúrinnui ekki meiri en svo að  tætt er upp gróna mela.

mynd_147

Svo langar mig aðeins að velta mér upp úir hugmyndunum hans Ómars um að hætta fyllingu Hálslóns. Eftir að hafa horft á nokkur viðtöl við kallinn varð maður alltaf sannfærðari um að hann er einfaldlega orðinn gamall og sennilega farið að slá útí fyrir honum. Að halda því fram að það sé ekkert mál að saga bara skarð eða sigurboga í stífluna til að slepp bara vatninu út aftur.... kommon, það þarf engann verkfræðing til að sjá að stíflan sem er hlaðin úr grjóti myndi einfaldlega hrinja og skolast niður á Jökuldal!!

Um daginn var ég að velta fyrir mér staðsetningu Dauðalóns á landakortinu, var búinn að leita víða of fann nákvæmlega ekki neitt, en komst síðar að því að þetta er uppnefni andstæðinga Kárahnjúkavirkjunar á Hálslóni. er þetta nú allur málstaðurinn, að slá fram einhverjum svona fulirðingum,

Svo lagði ég leið mína í apótek á dögunum þar sem að ágætur maður hafði bent mér á að ég væri haldinn minniáttarkend, reyndar ásamt öllum fjarðabúum gagnvart héraðinu, benti þessi ágæti maður mér a´að hægt væri að fá lyf við minnimáttarkendinni í apótekum. Skemmst er frá því að segja að ekki vildi starfsfólkið kannast við það, þessu lyf eru kanksi bara seld á Héraði, því að þar sé virkileg þörf fyrir þau, maður spyr sig, allavega kannast enginn sem ég þekki við þessi lyf.

 Þennann síðasta pistil minn þar sem ég pirrast á andstæðingum framkvæmda á Austurlandi ætla ég síðann að enda á ágætri staðhæfingu sem minn ágæti lærimeistari sagði um daginn þegar verið var að ræða um einstöku plönturnar sem eru að drukkna í Hálslóniu, "Á öllu hálendinu finnast plöntur sem finnast ekki í byggð!!"

kv.

Hafliði


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband